Leitað að lesurum í Selfosskirkju

Passíusálmar Hallgríms Péturssonar verða lesnir í Selfosskirkju á föstudaginn langa, þann 3. apríl. Lesturinn hefst kl. 13 og Píslarsagan verður lesin milli sálma.

Lestrinum lýkur með 50. sálminum en hann byrjar kl. 17:14 eða um það bil.

Óskað er eftir fólki til að lesa og gott tækifæri gefst til dæmis fyrir hjón eða barn og foreldri til að lesa einn sálm saman.

Umsjón með Passíusálmalestrinum þetta árið er í höndum sr. Axels ÁRnasonar og þau sem vilja ljá þessum lestri lið eru beðin að hringja í hann í síma 8561574 sem fyrst eða senda tölvupóst á axel.arnason@kirkjan.is.

Allir hjartanlega velkomnir að líta við í kirkjunni og íhuga um stund dauða og pínu Jesú.

Fyrri greinSunnlendingarnir allir í byrjunarliðinu
Næsta greinFSu valtaði yfir Val