Leitað að Þingvallamyndum

"Myndin af Þingvöllum" er heiti næstu sýningar Listasafns Árnesinga sem opnuð verður 15. maí nk.

Í tengslum við sýninguna leitar Listasafn Árnesinga að verkum sem falla undir titilinn “Myndin af Þingvöllum”.

Því leitar Listasafn Árnesinga til almennings með ósk um að fá sendar í tölvupósti ljósmyndir af þeim verkum sem kunna að leynast á heimilum landsmanna ásamt upplýsingum um verkin og eigendur þeirra.

Hugmyndin er að innsendar ljósmyndir af verkum verði sýndar á skjá í safninu yfir sýningartímann sem er 15. maí – 21. ágúst.

Myndirnar óskast sendar á netfangið myndin@listasafnarnesinga.is.

Fyrri grein„Viðtökurnar hafa verið frábærar”
Næsta greinÞjófapar á ferðinni á Selfossi