Leikjadagur á bókasafninu

Næsta laugardag, þann 19. nóvember er norræni leikjadagurinn á bókasöfnunum. Nordic Game Day er samvinnuverkefni norrænna bókasafna og ætlaður til að hvetja fjölskyldur og vini til að koma á söfnin og eiga góða stund og spila.

Bókasafn Árborgar tekur þátt í deginum í ár í fyrsta sinn þar sem borðspilunum og spilastokkum verður stillt fram í safninu á Selfossi.

Safnið opnar kl. 11:00 og þá verða starfsmennirnir tilbúnir með spil handa þeim sem leggja leið sína á safnið og svo er auðvitað á safninu hálfur hellingur af skemmtilegum bókum sem gott er að hafa við höndina í skammdeginu.