Leikfélag Selfoss setur upp Djöflaeyjuna

Ljósmynd/Aðsend

Leikfélag Selfoss æfir um þessar mundir leikritið Djöflaeyjuna í leikstjórn Rúnars Guðbrandssonar. Stefnt er á frumsýningu í lok febrúar.

Unnið er með sögurnar Þar sem djöflaeyjan rís og Gulleyjan eftir Einar Kárason sem og leikgerðir Leikfélags Reykjavíkur og Þjóðleikhússins.

Rúnar Guðbrandsson hefur áður unnið með Leikfélagi Selfoss, fyrst árið 2010 með Sólarferð eftir Guðmund Steinnsson og Kirsuberjagarðinn eftir Chekov árið 2017. Hann hefur sett upp fjölda sýninga hjá sjálfstæðum atvinnuleikhúsum og áhugaleikfélögum um land allt. Rúnar er fagstjóri leiklistar við Kvikmyndaskóla Íslands.

Djöflaeyjan er löngu orðin vel þekkt saga þar sem Reykjavík eftirstríðsáranna er í forgrunni  þá sérstaklega mannlífið í braggahverfunum sem settu mikinn svip sinn á bæinn. Við kynnumst fjölskyldunni í Gamla húsinu og fáum innsýn á kómískan en jafnframt dramatískan hátt í þann veruleika sem fólk bjó við eftir stríð.

Síđustu vikur hafa því verið skreyttar lífi og fjöri í Litla Leikhúsinu við Sigtún; fólk mátar sig við karaktera braggahverfisins, syngur skemmtilega söngva og skellir upp úr af gleði.

Miđasala fer fljótlega í gang en í millitíðinni eru allir hvattir til að bæta leik-selfoss við á Snapchat og fylgjast með þar. Eins má fylgjast með félaginu á Facebook og á www.leikfelagselfoss.is.

Fyrri greinÖruggur sigur á botnliðinu
Næsta greinMetin féllu á Stórmóti ÍR