Leikfélag Ölfuss „sýnir“ undir stiganum

Í október verða liðin tíu ár frá stofnun Leikfélags Ölfuss. Áður hafði ekkert leikfélag verið starfrækt í Þorlákshöfn í um tíu ár. Leikfélagið hefur frá fyrstu tíð sett upp metnaðarfullar leiksýningar auk þess að taka þátt í fjölmörgum smærri verkefnum.

Engin breyting verður á því á þessu leikári en æfingar á verkinu Einn rjúkandi kaffibolli eftir Aðalstein Jóhannsson sem er félagi og stjórnarmeðlimur í Leikfélagi Ölfuss.

F. Elli Hafliðason leikstýrir verkinu og munu sýningar hefjast í október.

Í Gallerý undir stiganum í Þorlákshöfn hefur nú verið opnuð sýning í tilefni af tíu ára afmæli félagsins. Þar eru m.a. sýndar myndir, veggspjöld, leikskrár, búningar og leikmunir úr sýningum félagsins og hugsanlega munu óvæntir atburðir eiga sér stað.

Fyrri greinJóhanna Ýr nýr æskulýðsfulltrúi
Næsta greinVilja sjá snörp viðbrögð við flóttamannavanda