Leifur og félagar mæta í Skálann

GH Gypsy trio. Ljósmynd/Aðsend

Djassinn heldur áfram að duna á laugardögum í Tryggvaskála á Selfossi. Næstkomandi laugardag, þann sautjánda, klukkan 15-17 mætir GH Gypsy trio í Skálann.

Einn liðsmanna GH Gypsy trio er Selfyssingurinn og kontrabassaleikarinn Leifur Gunnarsson. Tríóið leikur djangodjazz og aðra áheyrilega stíla en auk Leifs skipa gítarleikararnir Gunnar Hilmarsson og Jóhann Guðmundsson tríóið.

Það eru Menningarfélag Suðurlands & Tryggvaskáli sem standa að Suðurlandsdjazzinum í Tryggvaskála alla laugardaga í sumar. Frítt er á viðburðinn, sem er styrktur af SASS.

Fyrri greinKeppendur hjóluðu aftur í tímann
Næsta greinBrýna fyrir hestamönnum að sýna ábyrgð í ferðum sínum