Leiðsögn í Listasafninu

Á sumardaginn fyrsta kl. 15:30 mun Inga Jónsdóttir, safnstjóri, bjóða upp á leiðsögn í Listasafni Árnesinga í Hveragerði, um sýningarnar Til sjávar og sveita þar sem verk eftir Gunnlaug Scheving eru til skoðunar og Slangur(-y) þar sem verk eftir Söru Riel eru til sýnis.

Sjóninni verður einkum beint að verkum Gunnlaugs sem eru ýmist risastór málverk eða fjöldi frumdraga og undirbúningsverka. Viðfangefnið er vinna til sjós og ævintýri til sveita; táknrænar myndir af samlífi manns og náttúru.

Brugðið verður á leik á sýningu Gunnlaugs og eru barnafjölskyldur sérstaklega boðnar velkomnar.

Nánari upplýsingar á www.listasafnarnesinga.is og www.sarariel.com

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

Fyrri greinNemendur í Kerhólsskóla „Varðliðar umhverfisins“
Næsta greinFimleikamessa í Selfosskirkju