Leiðsögn á síðasta degi

Síðasti sýningardagur sýningarinnar Íslensk myndlist – hundrað ár í hnotskurn í Listasafni Árnesinga er í dag.

Kl. 15:00 í dag mun Inga Jónsdóttir, safnstjóri, verða með leiðsögn um sýninguna.

Val verka á sýningunni byggist á þeirri hugmynd að verkin endurspegli ákveðinn tíðaranda og hugmyndafræði en ekki einstaka listamenn eða þróun þeirra. Verkin standa sem tákn um ákveðið tímabil og viðhorf til myndlistar.

Verkin á sýningunni koma flest úr safneign Listasafns Íslands, en nokkur verkanna eru úr safneign Listasafns Árnesinga einkum úr gjöf Bjarnveigar Bjarnadóttur og sona. Litið var til sunnlenskra listamanna eftir því sem hægt var.