Lay Low spilar á Sólheimum

Menningarveisla Sólheima heldur áfram en í dag kl. 14 mun Lay Low syngja og spila á sinn einstaka og ljúfa hátt í Sólheimakirkju.

Kl. 15 mun Bryndís Pétursdóttir, jarðstraumakönnuður, fræða gesti um áhrif jarð- og rafstrauma á heilsu fólks og til hvaða aðgerða er hægt að grípa til að minnka áhrif þeirra. Erindið verður flutt í Sesseljuhúsi.

Sýningarnar í Ingustofu, íþróttaleikhúsinu og Sesseljuhúsi verða opnar frá kl 12:00 – 18:00 rétt eins og kaffihúsið og verslunin.

Allir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis.

Fyrri greinJónsmessuhátíð í Hveragerði
Næsta greinSælkeraverslun við Austurveginn