Lay Low með tónleika á Hellu

Lay Low.

Á morgun, sunnudag, mun tónlistarkonan Lay Low halda tónleika að Hólavangi 18 á Hellu. Verða tónleikarnir í svokölluðu yurt tjaldi. Hluti af aðgangseyrinum fer til styrktar Sigurhæða en það er úrræði fyrir konur sem eru að vinna sig frá áhrifum kynbundins ofbeldis af hvaða tegund sem er.

Að tónleikum loknum verður afhjúpuð ljósmyndasýningin Óður til móður en á henni eru ljósmyndir sem voru teknar af endurfæðingu Brynju Óskar Rúnarsdóttur í vatni í Mexíkó síðastliðið haust. Brynja Ósk hefur staðið fyrir söfnun til styrktar Sigurhæðum síðan 20. mars síðastliðinn, þar sem hún safnar í nafni móður sinnar, Þórdísar Óskar Sigurðardóttur, sem lést árið 2020.

Eftir opnun sýningarinnar verður Sigurhæðum afhent söfnunarféð og hárið verður tekið af Brynju Ósk með viðhöfn í garðinum en hún hefur safnað áheitum á hárið til styrktar Sigurhæðum.

Þeir sem vilja heita á Brynju Ósk og leggja málefninu lið geta lagt inn á reikning 0308-13-1093, kennitala: 240769 4419. Verndari reikningsins er Sigríður Dröfn Björgvinsdóttir.

Viðburðurinn á Facebook

Fyrri greinDuran-hárgreiðslan var málið
Næsta greinKomu stigalausir af Króknum