Lay Low á Sólheimum

Söngkonan Lovísa Elísabet, betur þekkt sem Lay Low, hefur verið á ferð og flugi um heiminn að spila tónlistina sína. Hún spilar í Sólheimakirkju laugardaginn 2. ágúst kl. 14:00.

Rödd Lovísu ku hljóma eins og þykkt súkkulaði, stráð með kanil. Lay Low hefur gefið út sex plötur og mun flytja eigin tónsmíðar í annað sinn á Menningarveislu Sólheima. Kjörið fyrir fjöldskyldufólk að njóta þess sem Sólheimar hafa uppá að bjóða þessa annars annasömu helgi.

Samsýning íbúa Ingustofu, Rafbíla, orku og myndlistasýningar í Sesselíuhúsi, útilistaverk, ljóðagarður, höggmyndagarður, trjásafn og Tröllagarður.

Kaffihúsið Græna kannan og Verslunin Vala opið frá klukkan 12:00-18:00 alla daga. Ókeypis er á alla viðburði Menningarveislu Sólheima.

Fyrri greinStyrmir Dan bætti Íslandsmetið
Næsta greinAlhvít jörð við Frostastaðavatn