Lausir básar á Bryggjuhátíð

Dagana 15. – 18. júlí er Bryggjuhátíðin á Stokkseyri og þá verður mikið um að vera á Draugasetrinu sem og í Lista- og Menningarverstöðinni.

Fjörið hefst á fimmtudagskvöldið, en þá ætlar kvæðamannafélagið Árgali að vera með skemmtun þar sem kveðskapur, söngur og gamansögur verða í brennidepli í bland við almenna gleði. Böll vera svo haldin næstu kvöld á eftir þar sem Karma spilar á föstudagskvöldinu og hljómsveitin Granít frá Vík í Mýrdal á laugardagskvöldinu.

Í lista- og Menningarverstöðinni verða markaðsdagar laugardag og sunnudag frá kl.13-18, einhverjir básar eru ennþá lausir og hægt er að panta þá í síma 895-0020 eða á draugasetrid@draugasetrid.is.

Fyrri greinPatrick Berger æfir með Selfoss
Næsta greinSkráning hafin í pílagrímagöngu