Langþráð gleðistund að Kvoslæk

Rut og vinir hennar, sem koma fram á tónleikunum á sunnudaginn. Ljósmynd/Aðsend

Sunnudaginn 28. ágúst kl. 15 verður Gleðistund að Kvoslæk í Fljótshlíð þegar Rut Ingólfsdóttir og vinir hennar flytja verk eftir Brahms og Schubert.

„Við þurftum að aflýsa þessum tónleikum 2020 og 2021 og erum eðlilega mjög kát að þetta ætlar að ganga upp núna. Með mér spila vinir mínir bæði úr Reykjavík og úr Fljótshlíðinni og þetta er algjört konfektprógramm sem við völdum,“ segir Rut í samtali við sunnlenska.is.

Ásamt henni koma fram tvær söngkonur úr Fljótshlíðinni, þær Aðalheiður Margrét Gunnarsdóttir og Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir ásamt Richard Simm, Svövu Bernharðsdóttur, Sigurði Halldórssyni, Einari Jóhannessyni og Richard Korn.

Á efnisskránni eru Zwei Gesänge op. 91 eftir Johannes Brahms, Der Hirt auf dem Felzen og Silungakvintettinn eftir Franz Schubert.

Aðgangseyrir er 2.500 krónur en þetta er síðasti viðburðurinn í Hlöðunni að Kvoslæk í sumar.

Fyrri greinFjallahjólaveisla í Hveradölum
Næsta greinSelfyssingum tókst ekki að skora