Landsmót Sísl um helgina

Landsmót Samtaka íslenskra skólalúðrasveita verður haldið á Selfossi um helgina og lýkur með stórtónleikum á sunnudag.

Á mótinu koma saman um 400 börn og ungmenni á aldrinum 13-18 ára, allstaðar að af landinu og spila saman skemmtilega tónlist.

Hópnum verður skipt upp í fjórar stórar hljómsveitir auk slagverkshóps og hver hópur æfir með stjórnanda sínum nokkur verkefni.

Afrakstur æfinganna má svo heyra á tónleikum sem haldnir verða í íþróttahúsi Vallaskóla kl. 13:00 á sunnudag. Allir eru velkomnir á tónleikana og aðgangur er ókeypis.

Það er Tónlistarskóli Árnesinga sem skipuleggur og heldur utan um landsmótið.

Fyrri greinStal óeirðabúningum af lögreglustöðinni
Næsta greinÞrjú hringtorg á Biskupstungnabraut