Landsliðið í barnabókum mætir á Selfoss

Gunnar Helgason. Ljósmynd/Aðsend

Það verður mikið um að vera á Bókasafni Árborgar á Selfossi miðvikudaginn 4. desember en þá mætir landslið barnabókahöfunda á safnið til þess að kynna bækur sínar.

Kl. 16:30 munu Gunnar Helgason, Rán Flygenring og Sigrún Eldjárn heimsækja safnið og lesa upp úr bókum sínum.

Gunnar kynnir bókina Draumaþjófurinn, Rán kynnir bókina um Vigdísi forseta og Sigrún kynnir bækurnar Kopareggið og Sigurfljóð í grænum hvelli.

Allir áhugasamir krakkar eru hvattir til þess að mæta á þennan upplestur.

Fyrri greinKjartan settur ríkislögreglustjóri
Næsta greinJólastund Karlakórs Selfoss framundan