Landslag, fólk og fuglar

Eitt verka Jóns Inga á sýningunni. Ljósmynd/Aðsend

Jón Ingi Sigurmundsson opnar málverkasýningu í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka laugardaginn 20. júní kl. 14:00. Landslagsmyndir eru í meirihluta en fólki, fuglum og blómum bregður fyrir.

Sýningin verður opin um helgar, til 12. júlí en lokað verður kosningahelgina 25.-29. júní. Auk þess verður að öllum líkindum opið virka daga, þegar upplýsingamiðstöðin er opin.

Auk kennslu og tónlistarstarfa hefur Jón Ingi lengi fengist við myndlist og haldið fjölda einkasýninga, flestar á Suðurlandi en einnig á Norðurlandi og í Danmörku. Jón Ingi hefur sótt ótal námskeið í myndlist hér á landi og að auki hjá Ulrik Hoff í Kaupmannahöfn og hjá bresku vatnslitamálurunum Ron Ranson og Keith Hornblower.

Jón Ingi hlaut menningarverðlaun Árborgar 2011. Fjöldi mynda Jóns Inga eru í eigu einkaaðila, auk ýmissa fyrirtækja og stofnana m.a. Listasafn Árnesinga og Landsbankans.

Vefgallerí: www.joningi.com

Fyrri greinFjör á héraðsleikum í frjálsum
Næsta greinBókakaffið kemur í borgina