Lagið sem jólin stálu

Ný ábreiða með hljómsveitinni Hr. Eydís er komin á YouTube-rás hljómsveitarinnar. Að þessu sinni er það hin stórbrotna ballaða The Power of Love, upphaflega flutt af Frankie Goes to Hollywood árið 1984.

Lagið fór beint á topp breska vinsældalistans í desember 1984 og hefur síðan fylgt jólunum í huga margra, þó það sé í raun alls ekki jólalag. Það er hvergi minnst á jólin í textanum. Textinn fjallar um ást, vernd og trú, og hefur jafnvel andlega skírskotun. Tónlistarmyndband Frankie sýndi fæðingu Jesú, sem gæti skýrt hvers vegna lagið tengdist jólunum í huga fólks. Það er þó ljóst að Hr. Eydís mun taka þetta lag fyrir jólin, en hljómsveitin verður með Alvöru ’80s jólapartý ásamt Ernu Hrönn á bæði Græna hattinum og á Sviðinu á Selfossi.

„Mér þótti the Power of Love strax æðislegt á sínum tíma og nefndi við strákana í hljómsveitinni að við ættum að gera ábreiðu af því. Þeir voru reyndar ekki alveg sannfærðir. Svo fórum við saman í ferð til Spánar, enduðum í karaoke og tókum vel hressir okkar uppáhalds ’80s-lög… og ég tók auðvitað The Power of Love. Eftir það var þetta engin spurning lengur,“ segir Örlygur Smári, söngvari og gítarleikari Hr. Eydís og hlær dátt.

Rás Hr. Eydís á Youtube

Hr. Eydís á Instagram

Hr. Eydís á Facebook

Hr. Eydís á Tik Tok

Fyrri greinFyrsti sigur Skallagríms kom í Hveragerði
Næsta greinDaði tók samtalið í Tryggvaskála