Lagið sem gafst ekki upp

Hr. Eydís í hljóðstofu sinni á Youtube.

Föstudagslagið með Hr. Eydís að þessu sinni er lagið It´s My Life með hljómsveitinni Talk Talk og er af samnefndri plötu sem kom út í febrúar árið 1984. It´s My Life fór inn á vinsældalista víða um heim en komst sjaldnast inn á topp 20. Á breska vinsældalistanum fór það t.a.m. hæst í 46. sæti, svo þetta var enginn „hittari“ ef svo má að orði komast.

Lagið var endurútgefið á Bretlandseyjum árið 1985 í veikri von um að það myndi ná þeim hæðum sem það átti skilið. En nei, It´s My Life fór þá hæst í 93. sæti breska listans.

„Sumir segja að ekki sé hægt að halda góðu lagi niðri, það finni sér alltaf farveg. Árið 1990, sex árum eftir upphaflega útgáfu lagsins kom út safnplatan Natural History: The Very Best Of Talk Talk. Öllum að óvörum skaust þá It´s My Life upp í 13. sæti breska vinsældalistana og hefur síðan verið ódauðlegt,“ segir Örlygur Smári, söngvari og gítarleikari Hr. Eydís.

Rás Hr. Eydís á Youtube

Hr. Eydís á Instagram

Hr. Eydís á Facebook

Fyrri greinStyrmir Snær í belgísku úrvalsdeildina
Næsta greinNaumt tap á heimavelli