Kynningarfundur vegna Saga Fest

Dagana 23. og 24. maí næstkomandi verður lista- og tónlistarhátíðin Saga Fest haldin í fyrsta skipti í landi Stokkseyrarsels.

Mikil áhersla er lögð á að hátíðin fari fram í sátt við náttúruna og að gestir taki þátt í því að skapa list og upplifanir í samstarfi við listamennina sem fram koma.

Skipuleggjendur hátíðarinnar vilja eiga gott samstarf við íbúa og nærsveitarmenn um framkvæmd hátíðarinnar og bjóða því til upplýsinga- og kynningarfundar á Hótel Selfossi fimmtudaginn 26. mars kl. 18:00.

Þá verður einnig boðið upp á tónlistaratriði þar sem hljómsveitin UniJón tekur nokkur lög í upphafi fundarins.

Heimasíða Saga Fest

Fyrri greinHamar tapaði heima
Næsta greinGóður sigur hjá Ægi – Hamar steinlá