Kynning á Spádómi lúsarinnar

Pistlahöfundurinn og pípulagninga-meistarinn Sigurður Grétar Guðmundsson í Þorlákshöfn hefur skrifað sögulega skáldsögu sem ber titilinn Spádómur lúsarinnar.

Sagan byggir á ævi föðurafa höfundar, Halldórs Halldórssonar frá Syðri-Rauðlæk í Holtum í Rangárvallasýslu.

Fleiri sögulegar persónur koma þar fram svo sem foreldrar Halldórs, þau Halldór og Valgerður í Bjóluhjáleigu, Ásmundur seinni maður Valgerðar, eiginkonur Halldórs og eru öll börn hans fimmtán sem lifðu og náðu fullorðinsárum nefnd.

Bókin er að koma út um þessar mundir og ætlar höfundur að kynna bókina og lesa upp úr henni á Bæjarbókasafni Ölfuss í kvöld, fimmtudaginn 21. júlí klukkan 18:00. Bókin verður til sölu á staðnum á sérstöku tilboðsverði.

Boðið verður upp á kaffi og eru allir velkomnir.

Fyrri greinAukin leiðni í Múlakvísl
Næsta greinÞurrkur skemmir uppskeru