Kvöldvökur með frábærum listamönnum í Lystigarðinum

Um þessar mundir er verið að klára eitt fallegasta útisvið landsins í Lystigarðinum í Hveragerði og verður það vígt á 17. júní.

Valgeir Guðjónsson.

Af því tilefni þess hefur Menningarfélag Suðurlands ásamt velunnurum ákveðið að halda stórskemmtilegar kvöldvökur í Lystigarðinum dagana 18. og 19. júní næstkomandi, undir yfirskriftinni Allt í blóma.

Á föstudagskvöldinu koma fram Bassadætur, þær Unnur Birna & Dagný Halla, Valgeir Guðjónsson og Hreimur Örn Heimisson.

Magnús Þór.

Á laugardagskvöldinu koma fram Lay Low, Magnús Þór, Stefanía Svavarsdóttir og Stefán Hilmarsson.

Hljómsveitina skipa þeir Pétur Valgarð, Vignir Þór Stefánsson, Óskar Þormarsson og Sigurgeir Skafti.

Uppselt er í For-forsölu en almenn miðasala hefst í dag á tix.is. Miðamagn er takmarkað en hægt er að kaupa miða á sitthvort kvöldið, eða helgarpassa sem gildir bæði kvöldin.

Stefanía Svavarsdóttir
Unnur Birna. Ljósmynd/Lilja Björk Rúnarsdóttir
Fyrri greinTvö mörk Brynhildar dugðu ekki til sigurs
Næsta greinUmgjörð utan um ferðaperlur við ströndina