Kvöldstund á Kyndilmessu

Ásdís Jóelsdóttir lektor við HÍ og Hildur Hákonardóttir listakona verða fyrirlesarar kvöldsins á Kyndilmessu í Húsinu á Eyrarbakka föstudaginn 2. febrúar kl. 20.

Ásdís Jóelsdóttir kynnir bók sína Íslenska lopapeysan í máli og myndum.

Hildur Hákonardóttir ætlar að lesa pistil úr bókinni Walden og lífið í skóginum – sem hún er meðþýðandi að og hefur bókin vakið verðskuldaða athygli og fengið tilnefningu til þýðingarverðlauna.

Í upphafi dagskrár verður í stuttu máli sagt frá Kyndilmessunni. Kyndilmessa, hreinsunarhátíð Maríu meyjar, er 40 dögum eftir fæðingu Krists sem ber upp á 2. febrúar ár hvert.

Stundin hefst kl. 20, kaffiveitingar verða í hléi og aðgangur ókeypis. Allir velkomnir.