Kvöldmessa með Magnúsi Þór

Í dag hefst formlega söfnunarátak í Selfosskirkju fyrir línuhraðli á Landspítalann. Um er að ræða landssöfnun sem þjóðkirkjan stendur að.

Kl. 20 í kvöld verður kvöldmessa með Magnúsi Þór Sigmundssyni sem leikur mörg sín þekktu lög. Söfnunarbaukur mun ganga um kirkjuna og Grímur Hergeirsson mun segja frá glímu sinni við krabbamein.

Hugvekja, ritningarorð og bæn. Notaleg samvera. Prestar eru sr. Óskar H. Óskarsson og sr. Ninna Sif Svavarsdóttir.

Fyrri greinFrábær stemmning á Popphorninu
Næsta greinGunnar Þór flytur úr hreppnum