Kvikmyndahátíðin Riff í Pakkhúsinu

Í dag hefst sannkölluð kvikmyndaveisla í Pakkhúsinu á Selfossi en um helgina verða fjórar myndir af kvikmyndahátíðinni RIFF sýndar þar.

Þetta er í annað skipti sem Pakkhúsið tekur þátt í að sýna valdar myndir frá RIFF kvikmyndahátíðinni.

Myndirnar sem verða sýndar í ár eru áhugaverðar en í kvöld verður sýnd myndin Addicted in Afganistan. Á föstudag verður myndin All Boys sýnd og á sunnudaginn verða tvær myndir sýndar; myndirnar Little Rock og Symbol.

Áhugasamir geta kynnt sér myndirnar frekar á heimasíðunni www.pakkhusid.is.

Frítt er inn á sýningarnar sem fara fram í lista- og menningarsalnum Hofinu í kjallara Pakkhússins.

Fyrri greinNiðurskurður jarðræktarstyrkja gæti sett strik í reikninginn
Næsta greinSkoða útsend­ingar frá fundum bæjarstjórnar