Kveikt á jólaljósunum í kvöld

Í kvöld klukkan 18 verður kveikt á jólaljósunum í Árborg fyrir framan bókasafnið á Selfossi.

Dagskráin hefst kl. 17:40 með ávarpi frá formanni bæjarráðs, Eyþóri Arnalds. Yngri barnakór Selfosskirkju syngur undir stjórn Edit Molnár og nokkrir ungir tónlistarmenn úr félagsmiðstöðinni Zelsíuz syngja.

Á slaginu kl. 18 kveikir svo yngsta afmælisbarnið sem búsett er í sveitarfélaginu á jólaljósunum ásamt starfsmönnum sveitarfélagsins.

Skátafélagið Fossbúar býður upp á kakó fyrir gesti og gangandi og verslanir verða með opið lengur í kvöld.

Öllum er velkomið að mæta og taka þátt í upphafi Jóla í Árborg 2013.