Krúttbangsi í Oddakirkju í kvöld

Í kvöld fara fram næst síðustu tónleikarnir í Oddakirkju þetta sumarið þegar krúttbangsinn Svavar Knútur mætir með gítarinn.

Svavar Knútur hefur á síðustu árum skapað sér nafn sem einn eftirsóttasti trúbador landsins og er þarna á ferðinni gott tækifæri fyrir sunnlendinga að sjá og heyra hvað hann hefur fram að færa. Ekki missir sá sem fyrstur mætir, nú gæti orðið uppselt!

Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00 , kaffi og meðlæti er innifalið í 1500 króna aðgangseyri. Eyjamenn eru sérstaklega boðnir velkomnir.