Krummi í kirkjunni

Í tilefni af hátíðinni Haustgildi sem fer fram nú um helgina á Stokkseyri mun tónlistarmaðurinn Krummi Björgvinsson halda tónleika í Stokkseyrarkirkju laugardagskvöldið 2. september.

Krummi spilar ásamt hljómsveit efni af væntanlegri plötu sem hann hefur verið að vinna að en mörg lög hafa fengið spilun á útvarpsrásum landsmanna síðustu misserin.

Krummi semur einlæga samsuðu af kántrý, rokk, þjóðlagatónlist og blús. Með sálarríkum söng og áleitnum samhljómum syngur hann um raunir og þrengingar lífsins.

Aðgangseyrir á tónleikana er 3.600 kr. og hægt að nálgast miða á tix.is.

Fyrri greinStór hluti Selfossbæjar rafmagnslaus
Næsta greinWoman – Nýtt lag með Moskvít