Kristjana syngur lög Páls Ísólfssonar

Lokakvöld menningarmánaðarins október í Árborg verður haldið í kvöld kl. 20 í Tryggvaskála.

Kristjana Stefáns stígur þar á svið ásamt kvartett og heiðrar minningu stórskáldsins Páls Ísólfssonar frá Stokkseyri sem hefði orðið 120 ára þann 12. október sl. en öll lög kvöldsins eru eftir hann.

Frítt er inn á viðburðinn líkt og aðra viðburði á vegum íþrótta- og menningarnefndar í mánuðinum en þátttaka hefur verið frábær á öllum viðburðum sem voru með fjölbreyttara móti þetta árið.

Fyrri greinRafrænn heimur – frábær eða hræðilegur?
Næsta greinÓveður undir Eyjafjöllum – rafmagn komið á í Vík