Kristjana og Ragnheiður með tónleika í Tryggvaskála

Tónlistarkonurnar Kristjana Stefáns og Ragnheiður Gröndal koma saman á tónleikum í Tryggvaskála á Menningarlegum miðvikudegi á Sumar á Selfossi, í kvöld miðvikudagskvöld kl. 20:30.

Þeim til halds og traust verður tónlistarsnillingurinn Guðmundur Pétursson.

Munu þær leika blandaða dagskrá af sínum uppáhaldslögum í bland við frumsamið efni.

Aðgangseyrir er 2.500 krónur en frítt fyrir börn.

Fyrri greinBryndís sýnir ljósmyndir í Listagjánni
Næsta greinUmhverfisverðlaun á fimm staði