Kristinn R fastur á Spáni

Fyrirlestur Kristins R. Ólafssonar, útvarpsmanns í Madríd, sem átti að vera á Sunnlenska bókakaffinu í kvöld fellur niður þar sem Kristinn er fastur á Spáni.

Flugsamgöngur eru ekki komnar í fast horf vegna háloftaösku og því kemst Kristinn ekki til landsins.

Töluverð skráning hafði verið á fyrirlesturinn og er nú unnið að því að finna nýja dagsetningu á hann.

Fyrri greinEkkert hraunrennsli frá gosinu
Næsta greinÍbúafundur á Laugalandi