Kótilettu karlakvöld í Tryggvaskála

Tryggvaskáli á Selfossi.

Í tilefni af Mottumars efnir Krabbameinsfélag Árnessýslu til karlakvölds í Tryggvaskála föstudagskvöldið 8. mars. Á karlakvöldinu koma karlmenn saman borða góðan mat, spjalla og skemmta sér.

Dagskrá kvöldsins er ekki af verri endanum: Andri Ívarsson verður með uppistand, Alexander mikli sér um að syngja og spila á gítarinn, meistarakokkar Tryggvaskála sjá um kótilettuhlaðborð og síðast en ekki síst verður veglegt happdrætti og allskonar glens. Veislustjóri kvöldsins er Gabríel Werner.

Miðaverð er að lágmarki 6.000 krónur en öllum er frjálst að greiða hærri upphæð sem rennur óskipt til styrktar félaginu.

Húsið opnar klukkan 19:00 og dagskrá hefst kl. 19:30. Skemmtun lýkur 23:30.

Pantanir berist í síma 788-0300 (Erla) eða á netfangið arnessysla@krabb.is.

Fyrri greinBreytingar á Austurvegi eiga að auka umferðaröryggi
Næsta greinFyrsti sigur Hamars – Þór missti af mikilvægum stigum