Kótelettuupplestur Bókakaffisins og Bókabæjanna

Bókakaffið á Selfossi

Í tilefni Kótelettuhátíðar, hvítasunnu og gæðabókmennta, bjóða Bókakaffið og Bókabæirnir austanfjalls til fyrsta reglulega óreglulega sumarupplestrarsíðdegisins í Bókakaffinu kl. 17:00 á hvítasunnudag.

Kannski verður eitthvað smálegt grillað en í það minnsta verður drukkið mikið kaffi og hlustað á skáld.

Lesararnir koma úr ýmsum áttum en þeir eru Kristinn Árnason, Jónas Reynir Gunnarsson, Guðrún Eva Mínervudóttir, Pjetur Hafstein Lárusson, Jón Özur Snorrason, Jóna Guðbjörg Torfadóttir auk þess sem Gullkistan sendir leynigest!

Þessi viðburður er frábær endir á Kótelettuhelginni og upphitun fyrir annan í hvítasunnu!

Fyrri greinGengur rúmlega 3.000 km með hjólbörur í kringum landið
Næsta greinÖryggi sjúkraflutningamanna og skjólstæðinga þeirra ógnað