Kórtónleikar í Skálholti

Kórtónleikar verða í Skálholtsdómkirkju í dag kl. 17:00 Á efnisskránni eru tvö verk; Gloria (RV 589) eftir Antonio Vivaldi og Litla orgelmessan eftir Joseph Haydn.

Tónleikarnir eru samstarfsverkefni fjögurra kóra. Kórs Háteigskirkju, Óháða Safnaðarins, Skálholtskórsins og Víðistaðasóknar auk hljómsveitar.

Konsertmeistari hljómsveitarinnar er Guðný Guðmundsdóttir. Stjórnandi er Árni Heiðar Karlsson.

Sólistar eru Jón Bjarnason, orgel, Kári Allansson, orgel. Mattías Nardeu, óbó, Arnþrúður Ösp Karlsdóttir, mezzósópran og Þóra Gylfadóttir, sópran.

Fyrri greinGrýlupottahlaup 5/2013 – Úrslit
Næsta greinFjórlembingar í Landbrotinu