Kór ML syngur í Skálholtskirkju

Miðvikudagskvöldið 3. desember klukkan 20:00 mun Kór Menntaskólans að Laugarvatni halda jólatónleika í Skálholtskirkju. Í kórnum syngja nú 62 nemendur, stjórnandi kórsins er Eyrún Jónasdóttir.

Á efnisskrá tónleikanna eru þjóðlög frá ýmsum löndum, íslensk tónlist og svo að sjálfsögðu nokkur jólalög ásamt hljóðfæraleik og einsöng kórfélaga.

Þessir tónleikar eru uppskera stífra æfinga á haustönn og fastur liður í fjáröflun kórsins en á vormánuðum mun kórinn halda til Danmerkur í menningarferð.

Miðaverð er 2.500 kr en frítt fyrir börn 12 ára og yngri.

Fyrri greinSubaruinn fannst stórskemmdur við Geysi
Næsta greinGrænfáninn afhentur í sjötta sinn og samningur við Skógræktina endurnýjaður