Konan og garðurinn í Hlöðunni

Á ljósakvöldi í Guðbjargargarði í Múlakoti. Mynd úr safni.

Einar E. Sæmundsen landslagsarkitekt flytur fyrirlesturinn Konan og garðurinn í Hlöðunni að Kvoslæk í Fljótshlíð laugardaginn 20. júlí klukkan 15:00.

Fyrirlesturinn er öllum opinn og boðið upp á kaffi að honum loknum.

Skammt innan við Kvoslæk í Fljótshlíðinni er Guðbjargargarður í Múlakoti – landsfrægur garður frá 1897 sem er opinn gestum.

Einar E. Sæmundsen er höfundur bókarinnar Að búa til ofurlítinn skemmtigarð sem Hið íslenska bókmenntafélag gaf út undir lok síðasta árs. Bókin er einstakt yfirlitsverk um sögu og þróun íslenskrar garðhönnunar eða landslagsarkitektúrs. Þar er umhverfismótunin sett í samhengi við rætur íslenskrar menningar og tengd alþjóðlegum straumum og stefnum. Bókin er ríkulega skreytt myndum og teikningum og reisir Einar fyrirlestur sinn á henni.

 

Fyrri greinRáðuneytið styður áfram við Þórbergssetur
Næsta greinMörkunum rigndi í seinni hálfleik