Komnir út úr bílskúrnum og upp á Svið

Dagur Sig og Hr. Eydís á Sviðinu.

Hr. Eydís er með föstudagsábreiðu í dag og það enga smá ábreiðu, en það er lagið I Want to Know What Love Is með Foreigner.

„Þeir vita það sem reynt hafa að syngja þetta lag að það er ekki á færi hvers sem er. Lagið er í miklu uppáhaldi hjá okkur félögunum í Hr. Eydís og það var því tilvalið þegar Dagur Sigurðsson kom í heimsókn að fá hann til að syngja það með okkur. Dagur er með alveg ótrúlega rödd og alveg geggjað raddsvið og þetta lag hentaði honum fullkomlega. Við fullyrðum að hann er einn af okkar albestu söngvurum,“ segja Hr. Eydís-liðar.

„Við tókum þetta lag upp á tónleikastaðnum Sviðinu sem er í nýja miðbænum á Selfossi. Alveg frábær staður fyrir tónleika og kunnum Þóri á Sviðinu miklar þakkir fyrir að leyfa okkur að nota staðinn fyrir þessa upptöku. Gaman að breyta aðeins til og komast út úr bílskúrnum þar sem við höfum fram að þessu tekið upp ´80s ábreiðurnar okkar.“

Rás Hr. Eydís á Youtube

Hr. Eydís á Instagram

Hr. Eydís á Facebook

Hr. Eydís á Tik Tok

Fyrri greinFjölbreytt dagskrá á Bryggjuhátíðinni
Næsta greinRauði krossinn hættir fatasöfnun