Kom heim með hálft hundrað verka

Listmálarinn Elfar Guðni Þórðarson er kominn heim til Stokkseyrar eftir þriggja vikna dvöl í Mannlífs- og menningarsetri Önfirðingafélagsins að Sólbakka 6 á Flateyri.

Aldrei á málaraferli sínum hefur Elfar Guðni afkastað eins miklu og þessar þrjár vikur vestra og eru verk hans nær hálft hundrað eftir ferðina.

Vinnur hann að frágangi myndanna sem eru allt frá Djúpi til Dýrafjarðar og verða til sýnis og sölu á sérstakri sýningu bráðlega.

Þetta kemur fram á vefnum Flateyri.is

Fyrri greinGera upplýsingar um lífrænan landbúnað aðgengilegri
Næsta greinUppselt! Aukatónleikum bætt við