Klukkusýning Dodda opnar í Þorlákshöfn

Í dag, fimmtudaginn 19. maí, opnar Þórarinn Grímsson, eða Doddi eins og hann er alltaf kallaður, klukkusýningu í Þorlákshöfn. Sýningin er staðsett á Unubakka 3 og verður opin í allt sumar frá kl. 13:00-17:00 alla daga nema á sunnudögum og mánudögum.

Þarna sýnir Doddi, einkasafni sitt af klukkum og úrum, en með þessu er hann að bjóða upp á áhugaverða afþreyingu fyrir ferðamenn og íbúa í Þorlákshöfn.

Íbúa og gestir eru hvattir til að kíkja við hjá Dodda og skoða áhugaverða sýningu hans.

Sýningin er styrkt af Sveitarfélaginu Ölfusi.