KK og Tómas Jónsson – engin hraðpróf

Hljómborðsleikarinn Tómas Jónsson telur niður í jólin með tónleikaröð á aðventunni í Þorlákskirkju í Þorlákshöfn, þar sem hann fær til sín góða gesti sem allt er stórkostlegt tónlistarfólk.

Tónlistarmaðurinn og þjóðargersemin KK kemur fram ásamt Tómasi sunnudagskvöldið 5. desember kl. 20.

Kirkjunni verður skipt upp í tvö 50 manna hólf og því eru hraðpróf ónauðsynleg, en aðeins 100 miðar eru í sölu og því betra að tryggja sér miða sem fyrst og er það gert hér.

Næstu helgar á eftir eru það Kristjana Stefáns og Júníus Meyvant sem láta ljós sitt skína. Miðaverð er 3500 kr. og miðasala er á tix.is.

Meðfylgjandi myndband er tekið á æfingu þeirra félaga í vikunni og óhætt er að lofa skemmtilegheitum í bland við tónlist eins og hún gerist best.

Fyrri greinÓvissustigi lýst yfir vegna Grímsvatnahlaups
Næsta greinSlasaðist þegar vörubíll valt