KK og Ellen í Listasafninu

Systkinin KK og Ellen Kristjánsdóttir verða með jólatónleika í Listasafni Árnesinga í Hveragerði í kvöld, þriðjudagskvöldið 2. desember og hefjast þeir kl. 20:00.

KK og Ellen hafa bæði skapað sér nafn í tónlist, en það var fyrst árið 2005 að þau gáfu þau út sína fyrstu plötu saman. Það var jólaplatan Jólin eru að koma. Síðan hafa jólatónleikar þeirra notið mikilla vinsælda enda hafa þau lag á því að skapa einstaka aðventustemningu með látlausum og hugljúfum flutningi.

Þetta er í fyrsta sinn sem tækifæri gefst til þess að njóta jólatónleika með þeim austan fjalls.

Aðgangseyrir að tónleikunum er 2.000.-

Fyrri greinVakandi yfir mögulegu gosi í Bárðarbungu
Næsta greinLeitað að manni á Fimmvörðuhálsi