KK kemur fram á kósýkvöldi í miðbænum

KK. Ljósmynd/Aðsend

Fimmtudaginn 6. nóvember næstkomandi kl. 17 til 23 verður Kósýkvöld í miðbæ Selfoss. Verslanir og veitingastaðir verða með skemmtilega viðburði og stemningin verður fullkomnuð þegar KK stígur á svið á Sviðinu kl. 21:30.

Það kostar ekkert á tónleikana með KK, aðeins þarf að sýna kvittun úr verslunum eða veitingastöðunum í miðbæ Selfoss þetta kvöld.

„Þetta er einfaldlega leiðin okkar til að þakka þeim sem styðja við miðbæinn, að bjóða upp á tónleika með goðsögninni KK,“ segir Davíð Lúther fyrir hönd miðbæjarins.

Gjafabréf frá Icelandair og frítt í bílastæðin
Það verður ýmislegt í boði í miðbænum þetta fimmtudagskvöld, DJ Kocoon setur tóninn í Motivo frá kl. 19:30, hálftíma seinna verður Lifandi spjall á Risinu vínbar með Gerði í Blush og Ásu Ninnu og eftir KK tónleikana verður karaoke á Miðbar og tilboð á barnum.

Allir sem versla eða kaupa þjónustu yfir kvöldið geta skráð sig í pott og eiga þá möguleika á að vinna 100.000 kr. gjafabréf frá Icelandair.

Þess má geta að frítt verður í bílastæði miðbæjarins frá morgni til kvölds á fimmtudaginn.

Kósýkvöld á Facebook

Fyrri greinSunnlensku liðin öll á útivöll
Næsta greinBláskógabyggð er Sveitarfélag ársins 2025