Kjötsúpuhátíðin um helgina

Ljósmynd/Aðsend

Dagana 27. til 31. ágúst verður hin árlega Kjötsúpuhátíð haldin í Rangárþingi eystra. Dagskráin hefur aldrei verið eins þétt og glæsileg og frítt er inn á alla viðburði helgarinnar.

Miðvikudaginn 27. ágúst ætlar Stóra-Mörk 1 að hita upp fyrir hátíðina með því að bjóða í kjötsúpu milli 18 og 20 en Stóra-Mörk 1 var afurðahæsta kúabúið árið 2024 og sló Íslandsmet með yfir 9.000 kílógrömm eftir árskú á einu búi.

Á fimmtudeginum verður silent disco fyrir yngri kynslóðina í Midgaard og Loppumarkaður, veitingar og Centraliceland verður í versluninni Hjá Árný alla helgina. Um kvöldið verður gleðigjafinn Sóli Hólm ásamt Halldóri Smárasyni með söng og gleði í Stóra tjaldinu um kvöldið.

Ljósmynd/Aðsend

Á föstudeginum verður uppskeruhátíð sumarlestrar á vegum Héraðsbókasafns Rangæinga, SS verður með grillkynningu við Búvörubúð SS, ljósbolti fyrir kakkana, Sumarkjóla- og búbbluhlaup, Paradise Cave Hostel og The Food Truck sem var valinn besti skyndibiti landsins bjóða upp á taco-súpu og nammi í matarvagninum. Gleðigjafarnir Hlynur Snær og Ágúst Kristjánsson bjóða í tónlist og veitingar að Ormsvöllum 2, Helga, Glódís og Magdalena verða með tónleika í Eldstó Art Cafe kl. 20:15 og kl. 19 verður svo kjötsúpuröltið vinsæla þar sem bæjarbúar bjóða upp á súpur í heimahúsum.

Laugardagurinn 31. ágúst verður svo pakkaður af viðburðum frá morgni til kvölds. Dagskráin hefst á Naglahlaupinu sem hefst við Midgard, SS býður upp á kjötsúpu á miðbæjartúninu, Sprell tívolí mætir á svæðið, í Hvolnum verður bæði flóamarkaður á vegum kvenfélagsins Einingar og Litla skvísubúðin verður þar með sínar vörur. Tíundi bekkur Hvolsskóla verður með markaðsbása í hvíta tjaldinu, verðlaun verða veitt s.s. skreytingaverðlaun, íþróttamaður ársins, sveitalistamaður Rangárþings eystra o.fl.

Ljósmynd/Aðsend

Klukkan 14 á laugardag verður svo fjölskylduskemmtun með VÆB, Háska, Önnu úr Frozen, BMX Bros, ungt listafólk úr héraði spilar, hoppukastalar, loftboltar og margt fleira. Unnur Birna og Bjössi Thor Tríó flytja ljúfa tóna í Sveitabúðinni Unu kl 15:30. Um kvöldið mun Guðrún Árný stýra brekkusöng í stóra tjaldinu og í kjölfarið verður svo glæsileg flugeldasýning og ball með Stuðlabandinu í kjölfarið. Þar verður sérstakur gestur Blaz Roca.

Sunnudaginn 31. ágúst mun svo Lárus Bragason leiða menningargöngu um Hvolsvöll ogbFerðafélag Rangæinga ásamt Gunnari Helgaskyni fara í skemmtilega krakkagöngu íbTumastaðaskógi þar sem Gunnar les úr bókum á sinn skemmtilega hátt og farið verður í leiki.

Eins og sjá má mun engum leiðast þessa helgi. Frítt er inn á alla viðburði hátíðarinnar og má finna allar nánari upplýsingar um dagskrá og viðburði á Facebook-síðu hátíðarinnar.

Ljósmynd/Aðsend
Fyrri grein„Líklegt að sjór myndi eyðileggja mannvirkin“
Næsta greinPíanógoðsögn á Risinu