Kirkjukórinn og Halla Dröfn

Hausttónleikar Kirkjukórsins á Selfossi verða haldnir í Selfosskirkju í kvöld, fimmtudaginn 7. október kl. 20:00.

Á tónleikunum verður flutt fjölbreytt úrval þekktra verka við undirleik söngstjórans og organista kirkjunnar Jörg Sondermann.

Einnig mun sérstakur gestur tónleikanna, Halla Dröfn Jónsdóttir, sópransöngkona syngja einsöng. Aðgangur er ókeypis.