Kertaljósatónleikar í kvöld

Hinir árlegu kertaljósatónleikar verða haldnir í Hrunakirkju í Hrunamannahreppi í kvöld kl. 21. Aðgangur er ókeypis en tekið verður við framlögum í Sjóðinn góða.

Sjóðurinn er til handa þeim fjölskyldum sem þurfa aðstoð yfir hátíðirnar. Að sjóðnum standa Rauði krossinn, Kvenfélögin, Lions, sóknir þjóðkirkjunnar og fleiri aðilar sem sinna líknarmálum og félagslegri aðstoð í Árnessýslu.

Fólk er hvatt til að mæta og eiga notalega samveru í þessari fallegu kirkju og njóta þægilegrar tónlistar í góðum félagsskap.

Hljómsveitina skipa þau Árni Þór Hilmarsson, Björn Hr. Björnsson, Einar Hrafn Björnsson, Ester Ágústa Guðmundsdóttir, Karl Hallgrímsson og Smári Þorsteinsson.

Fyrri greinFannar Ingi íþróttamaður Hveragerðis
Næsta greinDagný semur við Selfyssinga