Kertaljós og kósíheit í Hrunakirkju

Í kvöld kl. 21 verða kertaljósatónleikar í Hrunakirkju þar sem flutt verða jólalög í bland við fallega tónlist sem hentar kertaljósastemmningunni.

Tónleikarnir voru haldnir í fyrsta skipti í Hrunakirkju í fyrra og heppnuðust svo vel að ákveðið var að endurtaka leikinn.

Aðgangur er ókeypis en gestir eru hvattir til að koma með nokkrar auka krónur sem renna í „Sjóðinn góða“. Sjóðurinn er til handa þeim fjölskyldum sem þurfa aðstoð yfir hátíðarnar. Að sjóðnum standa Rauði krossinn, kvenfélögin, Lions, sóknir þjóðkirkjunnar og fleiri aðilar sem sinna líknarmálum og félagslegri aðstoð í Árnessýslu.

Hljómsveitina skipa Ester Ágústa Guðmundsdóttir, söngur, Árni Þór Hilmarsson, gítar, Björn Hr. Björnsson, gítar, Smári Þorsteinsson, trommur, Jón Aron Lundberg, hljómborð og Karl Hallgrímsson, bassi.

Fyrri greinMest lesnu fréttir ársins
Næsta greinLést í Silfru