Keppt um bestu vetrarmyndina

Klasinn Friður og frumkraftar blæs nú til ljósmyndasamkeppni. Gjaldgengar eru myndir teknar í Skaftárhreppi, af náttúru, dýra- og mannlífi – og góðri blöndu af þessu öllu.

Leitað er að líflegum og fallegum myndum er sýna fjölbreytileika héraðsins. Sérstök áhersla er á vetrarmyndir.

Áskilinn er réttur til að nota ljósmyndirnar í kynningarefni fyrir svæðið, enda sé ljósmyndara ætíð getið.

Æskilegt er að myndirnar séu að lágmarki 5mpx (2500×1900) að stærð, en minni myndir eru þó ekki útilokaðar með öllu.

Vegleg verðaun eru veitt, í boði ferðaþjónustuaðila í Skaftárhreppi;

1. Gisting og kvöldverður fyrir tvo á Hótel Klaustri, jöklaganga í Skaftafelli fyrir tvo í fjögurra tíma göngu með Fjallaleiðsögumönnum og ljósmyndabókin „Experience Iceland“ eftir Hauk Snorrason í Hrífunesi.

2. Gisting eða kvöldverður fyrir tvo á Hótel Núpum, dagsferð fyrir tvo frá Klaustri í Laka eða Landmannalaugar með Kynnisferðum og kaffi auk meðlætis á Kaffi Munkum á Klausturhlaðinu.

3. Gisting fyrir fjóra á tjaldsvæðinu Kirkjubæ II á Klaustri, tveggja klst. fjórhjólaferð um Landbrotshóla fyrir fjóra (tvo á tveggja manna hjólum) og kaffi auk meðlætis á Kaffi Munkum á Klausturhlaðinu.

Myndirnar skal senda á netfangið ibi@klaustur.is í síðasta lagi annan páskadag, 25. apríl 2011.

Þeim skal fylgja nafn ljósmyndara, hvar og hvenær myndirnar eru teknar – og ekki skemma skemmtilegir myndatextar fyrir.

Keppendum er einungis heimilt að senda inn myndir sem þeir hafa tekið sjálfir og eru þ.a.l. rétthafar að.

Hverjum keppenda er heimilt að senda fleiri en eina mynd.

Dómnefnd er skipuð af stjórn Friðar og frumkrafta.

Fyrri greinHrund ráðin skólastjóri
Næsta greinStjórn Heilsustefnunnar endurkjörin