Katrín og Margrét sýna í Listagjánni

Margrét Elfa við nokkur verka sinna í Listagjánni. Ljósmynd/Aðsend

Nú stendur yfir sýning tveggja myndlistakvenna, þeirra Katrínar Lilju Kristjánsdóttur og Margrétar Elfu, í Listagjá Bókasafnsins á Selfossi.

Katrín Lilja einbeitti sér að endurnýtingu og umhverfisvernd í Listaháskólanum og er vefnaður úr veiðarfærum hennar hluti sýningarinnar, á meðan Margrét Elfa hugar að hafinu, konunni og skelinni í málverkum sínum.

Sýningin stendur út janúar og er opin á sama tíma og bókasafnið, það er frá kl. 9 til 19 virka daga og frá 10 til 14 á laugardögum.

Katrín Lilja við nokkur verka sinna í Listagjánni. Ljósmynd/Aðsend

TENGDAR FRÉTTIR:
„Náttúran kveikir í mér sköpunarkraftinn“

Fyrri greinHjón á Selfossi unnu stóra vinninginn í Lottóinu
Næsta greinEkki skýrsluhæf eftir árekstur vegna ölvunar