„Fagra veröld“ er yfirskrift vortónleika Kammerkórs Reykjavíkur. Tónleikarnir verða haldnir í kirkjunni á Sólheimum í Grímsnesi laugardaginn 17. maí kl. 14:00.
Söngskráin samanstendur af fallegum íslenskum sönglögum en kórinn fer í söngferð til Nerja á Spáni í júní þar sem sama dagskrá verður flutt. Kórinn heldur tvenna tónleika í þeirri ferð; þann 17. júní í Kirkju heilags Mikaels í Nerja og daginn eftir í glerlitasafninu í Malaga.
Kórinn hefur starfað í yfir tuttugu ár og er hann skipaður sextán söngvurum en innan kórsins eru fimm einsöngvarar.
Öflug starfsemi er hjá kórnum, æft einu sinni í viku og tekist á við ýmis verkefni bæði innlend sem erlend. Kórinn heldur tvenna tónleika árlega, vortónleika og svo jólatónleikar. Stjórnandi kórsins er Sigurður Bragason, kórstjóri og söngvari.