Kammerkór Rangæinga í Sögusetrinu

Kammerkór Rangæinga verður með tónleika í Sögusetrinu á Hvolsvelli næstkomandi sunnudag, 19. apríl kl. 17.

Efnisskráin samanstendur af bandarískum og íslenskum kórlögum auk þess sem félagar úr kórnum flytja einnig bandarísk einsöngs- og tvísöngslög.

Kórinn er skipaður bæði atvinnufólki í tónlist sem og fólki með mikla reynslu í kórsöng. Stjórnandi er Guðjón Halldór Óskarsson.

Aðgangseyrir er 1.500 kr og athygli er vakin á því að enginn posi á staðnum

Fyrri greinHestafjör á sunnudaginn
Næsta greinStórsigur hjá Árborg – Hamar tapaði