Kallað eftir kaupamönnum

Á Aldamótahátíðinni á Eyrarbakka hefur það verið hluti af dagskrá að keppa í kappslætti og rakstri í ljá.

Í ár fer hátíðin fram 13. og 14. ágúst nk. og kalla aldamótavinir á Eyrarbakka nú eftir hæfum einstaklingum til að taka þátt í þessari fornu íþrótt.

Kaupakonur og kaupamenn,
komið í heyskap á Eyrarbakka.
Þjóðlegt er starfið og þörfin enn,
til þessarar hátíðar allir hlakka.
H.Þ.

Allir sem kunnáttu og getu hafa eru hvattir til að hafa samband við Siggeir sem fyrst og láta skrá sig, í síma:898-4240 eða siggeiri@simnet.is.